Norðurlandamótið í áhaldafimleikum fór fram dagana 5.-7. apríl í Osló í Noregi.
Fimleikafélagið Björk átti keppendur í unglingalandsliði karla, þá Ara Frey Kristinsson, Stefán Mána Kárason og Lúkas Ara Ragnarsson.

Lúkas Ari vann til bronsverðlauna á tvíslá með frábærum æfingum, hann varð í 6. sæti á bogahesti og 5. sæti á hringjum.

Stefán Máni sýndi frábærar æfingar á svifrá og var hársbreidd frá verðlaunum með þeirri æfingu, en endaði í 5. sæti.


Tekið verður á móti landsliðinu með viðhöfn í Bjarkaheimilinu í dag kl. 17.
Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons.
Þetta var í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti í áhaldsfimleikum.
Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti.
Ljósmyndir: Fimleikasamband Íslands.