fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirBjörgunarsveitin tekur þátt í WOW Cyclothon

Björgunarsveitin tekur þátt í WOW Cyclothon

Björgunarsveit Hafnarfjarðar tekur þátt í hjólreiðakeppni WOW í kringum landið. BSH keppir í B-flokki þar sem tíu liðsmenn eru í liði. Áheitasíða BSH er hér og fara öll áheiti til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og hvetja Fjarðarfréttir lesendur til að heita á liðið. Facebook síða BSH í kepninni er hér.

WOW Cyclothon er stærsta götuhjólreiðakeppni á Íslandi og hefur hún verið haldin árlega frá 2012. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Einnig er í boði að hjóla í sóló-flokki en þá hjólar einn keppandi alla leiðina. Um 1.300 manns taka þátt í keppninni í ár sem er metfjöldi.

Ræsing í B-flokki var klukkan 19:00 að kvöldi miðvikudags.
Sjá má staðsetningu keppenda á gagnvirku Íslandskorti frá live.at.is. og einnig er hægt að fylgjast með keppninni í beinni hér.

Keppendur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar eru:

  • Aðalsteinn Valsson
  • Þórdís Árnadóttir
  • Corinna Hoffman
  • Sæmundur Bjarni Sæmundsson
  • Hlín Guðbergsdóttir
  • Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson
  • Haraldur Sigurðarson
  • Sigurjón M Ólafsson
  • Símon Halldórsson
  • Stefán Grétar Hallgrímsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2