fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimÍþróttirBlakfélag Hafnarfjarðar áfram í bikarkeppni kvenna

Blakfélag Hafnarfjarðar áfram í bikarkeppni kvenna

Blakfélag Hafnarfjarðar sigraði b-lið Þróttar Reykjavík í fyrstu umferð bikarkeppni kvenna í blaki. Leikið var í Laugardalshöll og sigraði Blakfélag Hafnarfjarðar 3-0.

Í liði Blakfélags Hafnarfjarðar voru þær Anna Birna (14), Fjóla Rut Svavarsdóttir (9), Heiðrún Ómarsdóttir (15), Íris Eva Einarsdóttir (11), Kolbrún Elma Ágústsdóttir (18), Konný Íris Káradóttir (29), Lilja Jónsdóttir (1), Maria Eugenia (6), Michelle Traini (17), Sladjana Smiljanic (16), Sunna Katrín Jónasdóttir (4) og Þórgunnur Þórðardóttir (19).

Þjálfari liðsins er Sergej Diatlovic.

Liðið mætir ungmennaliði Álftaness í næstu umferð 10. janúar en neðri deilda liðin mætast fyrst. Alls taka 13 lið þátt í keppninni 6 neðri deilda lið og 7 úrvalsdeildalið.

Kvennaliðið er nú efst í 1. deildinni, suðvesturdeild þar sem 9 lið leika, með 15 stig, hafa unnið alla 5 leiki sína. Fylkir getur með sigri í síðasta leik náð liðinu að stigum.

Liðið er að keppa í fyrsta sinn í 1. deild.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2