Dadó Fenrir Jasminuson og Anton Sveinn Mckee úr SH eru báðir komnir með þátntökurétt á HM eftir að hafa náð lágmörkum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallalaug í dag sem lýkur á sunnudaginn.
Dadó jafnaði Íslandsmet á 22,29 sekúndum í 50 metra skriðsundi en lágmarkið á HM er 22,47 sekúndur.
Anton Sveinn synti á 59,70 sekúndum í 100 metra bringusundi, 51/100 úr sekúndu undir HM lágmarkinu. Anton á Íslandsmetið í greininni á 58,66 sekúndum frá því í Berlín í fyrra.