Bogfimifélagið Hrói Höttur í Hafnarfirði fékk einn Íslandsmeistaratitil og tvö silfur á Íslandsmóti ungmenna sem haldið var 5. júlí sl. á Ásvöllum.
Mótið var haldið í heimabæ félagsins á Ásvöllum. Veðrið var nokkuð gott fyrri part dags, ekki mikill vindur en varð kaldara eftir því sem leið á daginn og byrjaði að rigna í lokakeppninni.
Auðunn Andri Jóhannesson varð Íslandsmeistari í U18 berboga karla. Hann setti einnig Íslandsmet í berboga karla U18 á Norðurlandameistaramóti Ungmenna sem haldið var 4. júlí á sama velli þar sem hann lenti í 4. sæti.
Nóam Óli Stefánsson fékk silfur í trissuboga karla U18 eftir naumt tap í úrslitum gegn Daníel Baldurssyni úr Skaust á Egilstöðum 115-124.
Georg Elfarsson fékk silfur í sveigboga karla U21 eftir 0-6 tap í úrslitum gegn Oliver Ormari Ingvarssyni úr BF Boganum í Kópavogi.