fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarEllefu gull FH-inga í frjálsíþróttahöllinni

Ellefu gull FH-inga í frjálsíþróttahöllinni

FH fékk 26 verðlaun alls á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika nú um helgina. Fékk liðið 11 gull, 6 silfur og 9 brons.

Ari Bragi Kárason FH sigraði í 60 m hlaupi karla á 6,98 sek. sem er hans besti árangur á tímabilinu.
Ari sigraði einnig í 200 m keppni á 22,11 sek eftir gríðarlega harða keppni við liðsfélaga sinn Kormák Ara Hafliðason sem hljóp á sínum besta tíma, 22,12 sek.

Sveit FH sigraði í 4×200 m boðhlaupi karla á nýju mótsmeti.

Sveit FH sigraði í 4×200 m boðhlaupi karla á 1:30,21 mín. sem er nýtt mótsmet. Sveit ÍR varð í 2. sæti á 1:32,99 mín. Í sveit FH voru: Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi Kárason.

Kormákur Ari Hafliðason FH sigraði í 400 m hlaupi á 48,61 sek.

Kristinn Torfason FH sigraði í þrístökki er hann stökk 14,21 m í sinni síðustu tilraun.

Þórdís Eva Steinsdóttir FH sigraði í 200 m hlaupi á 24,84 sek. en
Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH varð þriðja á 25,86 sek.
Þórdís sigraði einnig í 400 m hlaupi á 56,33 sek.

Þæordís Eva Steinsdóttir.

Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir FH sigraði í 1.500 m hlaupi kvenna á 5:03,72 mín.

María Rún Gunnlaugsdóttir FH sigraði í 60 grindahlaupi á 8,82 sek.
Hún sigraði einnig í kúluvarpi er hún kastaði 12,82 m.

María Rún Gunnlaugsdóttir sigraði í 60 m grindarhlaupi.

Hekla Sif Magnúsdóttir FH sigraði í þrístökki er hún stökk 11,63 m.
Þórdís Ösp Melsted FH varð 3. með 10,80 m stökk.

Sæmundur Ólafsson ÍR sigraði í 800 m hlaupi á 1:56,35 mín.

Sæmundur Ólafsson sigraði í 800 m hlaupi.

Arnar Pétursson Breiðabliki sigraði í 1.500 m hlaupi á 4:07,97 mín. Í þessu hlaupi lentu þeir saman í upphafi síðasta hrings, hann og Sæmundur Ólafsson. Virtist Sæmundur vera kominn örlítið framúr Arnari sem var innst á brautinni, sem bregst við með því að auka hraðann. Snertast þeir og Arnar baðar út höndum og stígur út úr braut en Sæmundur nær góðri forystu og kemur fyrstur í mark. Var Sæmundur dæmdur úr leik fyrir að hindra Arnar, sem var mjög umdeilt og var úrskurðað í málinu eftir að myndband af því hafði verið skoðað.

Sjá má þennan hluta hlaupsins á frjálsíþróttavefnum Silfrinu:

Arnar var lang fyrstur í 3.000 m hlaupinu

Arnar sigraði örugglega í 3.000 m hlaup á sínum besta tíma, 8:42,46 mín, en Hlynur Ólason ÍR varð annar á 9:48,69 mín.

Ísak Óli Traustason UMSS sigraði í 60 m grindahlaupi á 8,42 sek. Árni Björn Höskuldsson úr FH varð í þriðja sæti á sínum besta tíma, 8,60 sek.

Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, sigraði í hástökki er hann setti piltamet, 2,15 m.

Kristján Viggó fer léttilega yfir 2,15 m

Ísak Óli Traustason, UMSS, sigraði í langstökki er hann stökk 6,90 m en Kristinn Torfason FH var annar á 6,87 m.

Kristinn Torfason varð annar í langstökki.

Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki sigraði í stangarstökki er hann stökk 4,30 m en Þorsteinn Kristinn Ingólfsson FH varð í þriðja sæti með 4,10 m og bætti þar seinn besta árangur.

Guðni Valur Guðnason ÍR bætti sinn besta árangur er hann sigraði í kúluvarpi með 18,6 m kasti.

Hafdís Sigurðardóttir UFA sigraði í 60 m hlaupi á 7,68 sek. en hún hafði náð sínum besta árangri, 7,66 sek. í undanrásum.
Hún sigraði einnig í langstökki er hún stökk 6,14 m.
María Rún Gunnlaugsdóttir varð 3. með 5,64 m

Ingibjörg Sigurðardóttir ÍR sigraði í 800 m hlaupi á 2:16,87 sem er hennar besti árangur.
Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir FH varð önnur á sínum besta tíma, 2:21,66 sek.

Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR, sigraði í 3.000 m hlaupi á 10:00,20 mín. rúmlega 21 sekúndu á undan liðsfélaga sínum Elínu Eddu Sigurðardóttur.
Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð þriðja á persónulegu meti, 10:55,18 mín.

Sveit ÍR sigraði í 4×200 m boðhlaupi á nýju mótsmeti, 1:40,39 mín. Í sveit ÍR voru: Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir.
Sveit FH varð í 2. sæti á 1:42,24 mín. Í sveit FH voru: María Rún Gunnlaugsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Rut Sigurðardóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir.

Eva María Baldursdóttir, HSK sigraði í hástökki er hún stökk 1,76 m sem er hennar besti árangur.
Birta María Haraldsdóttir FH varð önnur er hún stökk 1,73 m sem er hennar besti árangur.
María Rún Gunnlaugsdóttir FH varð þriðja með 1,70 m.

Karen Sif Ársælsdóttir Breiðabliki sigraði í stangarstökki er hún stökk 3,30 m sem er hennar besti árangur.
Thelma Rós Hálfdánardóttir FH varð 3. er hún stökk 3,10 m.

Karen Sif Ársælsdóttir

Sjá má öll úrslit mótsins hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2