fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH deildarmeistari og liðið tapaði ekki leik

FH deildarmeistari og liðið tapaði ekki leik

FH og Tindastóll gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu sl. föstudag á Sauðárkróki. Kristin Schnurr skoraði fyrir FH strax á fimmtu mínútu en Hugrún Pálsdóttir jafnaði fyrir Tindastól á 23. mínútu. Berglind Þrastardóttir kom FH svo aftur yfir sjö mínútum síðar en Murielle Tiernan jafnaði fyrir Tindastól á 35. mínútu og við það sat.

Vigdís Edda Friðriksdóttir fékk rautt spjald á 23. mínútu seinni hálfleiks og var FH því leikmanni færri eftir það. Tindastóll náði ekki að nýta sér það og leiknum lauk með jafntefli. Þetta var fyrsta rauða spjaldið sem FH fékk á sig á tímabilinu.

Með þessum úrslitum tryggði FH sér deildarmeistaratitilinn með eins stigs forystu á Tindastól.

FH endaði með 42 stig, sigraði í 12 leijkum, gerði 6 jafntefli og tapaði ekki leik.

FH hafði fyrir leikinn tryggt sér sæti í efstu deild í knattspyrnu kvenna á næsta leikári.

Fjórum sinnum Íslandsmeistari

Frá upphafi hefur FH fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari, árið 1972, 1974, 1975 og 1976.

FH lék í efstu deild 1972-1982, 2000-2006, 2010, 2012-2014 og 2016-2018.

Telma markahæst

Telma Hjaltalín Þrastardóttir var markahæst með 10 mörk í 17 leikjum.

Shaina Faiena Ashouri skoraði 7 mörk í 7 leikjum.

Kristin Schnurr skoraði 6 mörk í 15 leikjum.

Fjórar léku með í öllum leikjunum, Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Esther Rós Arnarsdóttir, Maggý Lárentínusdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir og samtals skoruðu þær 9 mörk.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2