Sex lið tóku þátt í 51. Bikarkeppni FRÍ sem var haldin nú í dag en keppt var í 18 greinum.
Fremsta fjálsíþróttafólk landsins tók þátt á mótinu. Á meðal keppenda voru Íslandsmeistarinn Ari Bragi Kárason, silfurhafinn frá Evrópumóti 20-23, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Ívar Kristinn Jasonarson, Þorsteinn Ingvarsson og síðast en ekki síst Guðni Valur Guðnason.
Íþróttafélag Reykjavíkur sigraði í stigakeppninni með 81 stig eða einu stigi fyrir ofan FH og voru úrslitin ekki ljós fyrr en í síðustu greininn. FH vann seinustu greinina en það dugði ÍR-ingum 2. sæti sigurinn í stigakeppninni. ÍR var í fyrsta sæti í sjö greinum, í öðru sæti fimm sinnum, í þriðja sæti fimm sinnum og í fjórða sæti einu sinni. FH aftur á móti var átta sinnum í fyrsta sæti, sex sinnum í öðru sæti, einu sinni í þriðja sæti, einu sinni í fjórða sæti og tvisvar í fimmta.
Lokastaðan í kvennakeppninni var sú að FH vann með 38 stig, einu stigi meira en ÍR sem hafnaði í 2. sæti. FH sigraði í fimm greinum, endaði þrisvar í öðru sæti og einu sinni í fimmta sæti. ÍR aftur á móti sigraði í þremur greinum, lenti fjórum sinnum í öðru sæti og tvisvar í þriðja sæti.
Toppbaráttan var líka hjá FH og ÍR í karlakeppninni þar sem ÍR vann með 44 stig, tveimur stigum fleiri en FH. ÍR-ingar unnu fjórar greinar, höfnuðu einu sinni í öðru sæti, þrisvar í þriðja sæti og einu sinni í fjórða. FH-ingar sigruðu í þremur greinum, höfnuðu í öðru sæti þrisvar, einu sinni í þriðja, fjórða og fimmta sæti.
Öll úrslitin er hægt að finna hér á síðu FRÍ.