fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH gerði það gott í Evrópukeppninni í kvöld

FH gerði það gott í Evrópukeppninni í kvöld

Frábær fimm marka sigur FH í kvöld

FH heldur bara áfram að sigra er það vann St. Petersburg í kvöld í Evrópukeppninni í handbolta. FH sigraði Dukla Praha í fyrsta umferð samtals 61:52 en St. Petersburg fór beint inn í 2. umferð.

FH leiddi í hálfleik 17:14 eftir æsi spennandi fyrri hálfleik. Bæði lið skiptust á forystunni í fyrri hálfleik og þegar staðan var 9:10 þá hrukku FH-ingar í gang og skoruðu næstu 5 mörk leiksins. Ágúst Birgisson stóð sig eins og hetja á línunnu þar sem hann hélt stöðu sinni vel og skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik auk þess að fiska nokkur víti.

Seinni hálfleikur var mun jafnari en FH-ingar misstu aldrei forskot sitt. Ágúst Elí Björgvinsson var frábær í markinu og varði hann oft í tvígang, Ágúst varði í heildina 21 sinnum. Leiknum lauk með fimm marka sigri FH 32:27.

Seinni leikur liðanna fer fram sunnudaginn 15. október í Rússlandi.

Valur var einnig að keppa í Evrópukeppninni í dag gegn Balatonfüredi KSE í Ungverjalandi þar sem ungverska liðið bar sigur úr býtum 27:22. Seinni leikur Vals fer fram á morgun einnig í Ungverjalandi kl. 13 að íslenskum tíma.

Myndir úr leiknum

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2