Karlalið FH í handbolta tryggði þátttöku sína í úrslitum Íslandsmótsins eftir 34-27 sigur á ÍBV í fimmtu viðureign liðanna í undanúrslitum.
Uppselt var í Kaplakrika, 2.200 áhorfendur og gríðarleg stemming. FH var með forystu allan leikinn en ÍBV náði að minnka muninn í eitt mark undir lok fyrri hálfleik en FH náði mest níu marka forystu.
Símon Michael Guðjónsson var markahæstur FH-inga með 10 mörk, þar af 3 úr vítum, Ásbjörn Friðriksson sem stjórnaði leik FH með mikilli röggsemi og átti fjölda stoðsendinga skoraði 6 mörk. Birgir Már Birgisson skoraði winnig 6 mörk og Jóhannes Berg Andrason skoraði 5 og Daníel Freyr Andrésson varði vel í marka FH, varði 13 skot, þar af 2 víti.
FH mætir annað hvort Val eða Aftureldingu sem er 2-1 yfir í viðureign liðanna.