Lokaspretturinn í úrvalsdeild karla í handknattleik ætlar að verða æsispennandi. Topplið Hauka tapaði þriðja leiknum í röð er ÍBV lék Hauka illa í Vestmannaeyjum í dag og unnu mjög öruggan sigur 36-28.
FH tók á móti ÍR en liðin voru í 4. og 5. sæti með 22 stig. Jafnt var á með liðunum fyrstu 10 mínúturnar en þá tók FH-ingar að síga fram úr og fljótlega var ljóst hvert stefndi.
Phil Döhler var gríðarlega öflugur í marki FH og varði 17 skot en þeir Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu flest mörk FH-inga, 7 mörk hvor.

FH-ingar leyfðu ungu strákunum að spila meira síðasta hluta leiksins og Gísli Jörgen Gíslason, 22 ára leikmaður kom í fyrsta sinn inn á í leik meistaraflokks FH og skoraði hann glæsilegt mark við mikinn fögnuð.

FH er nú komið í annað sætið í úrvalsdeildinni með 24 stig, einu stigi á eftir Haukum sem tróna enn á toppnum.
Valur getur komist yfir Hauka á miðvikudaginn með sigri á botnliði Fjölnis en Valur er núna með 24 stig eins og FH.
Þá getur Afturelding komist upp fyrir FH með sigri á Selfossi á mánudaginn.
Það er því allt opið nú þegar rúmar 3 umferðir eru eftir.
FH á eftir leiki við KA, Stjörnuna og Fram en Haukar eiga eftir leiki við Selfoss, Fjölni og ÍR.




