FH vann Sindra 6-1 í gær.
Dregið var í 16 liða úrslit í Borgunarbikarnum í fótbolta í hádeginu. FH-ingar mæta Selfossi en Selfoss vann Kára 3-2 í 32ja liða úrslitum um daginn.
Selfoss leikur í Inkasso deildinni (1. deild) og hefur unnið báða leiki sína þar og eru þeir á toppnum.
Leikur FH og Selfoss verður í Kaplakrika miðvikudaginn 31. maí kl. 19.15.
16-liða úrslit Borgunarbikarsins:
FH – Selfoss
ÍR – KR
ÍBV – Fjölnir
Víðir – Fylkir
Ægir – Víkingur R.
Valur – Stjarnan
ÍA – Grótta
Leiknir R. – Grindavík
Fleiri myndir eru á Facebooksíðu Fjarðarfrétta.