Fyrri leikur FH og Dundalk og FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu var í gær á Orielleikvanginum í Dundalk á Írlandi.
Skildu liðin jöfn, 1-1 en leikurinn var að sögn jafn og einkenndist af mikilli baráttu og fátt um góð marktækifæri. Dundalk náði forystunni með marki David McMillan á 66. mínútu en Steven Lennon jafnaði fyrir FH á 77. mínútu gegn sínum gömlu samherjum.
Síðari leikur liðanna verður í Kaplakrika miðvikudaginn 20. júlí kl. 19.15. FH-ingar eru í ágætri stöðu fyrir þann leik með mark skorað á útivelli.
Komist FH áfram spilar liðið á móti annað hvort BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi eða SJK Seinajoki frá Finnlandi en staðan í einvígi þeirra er 2-0 fyrir BATE eftir leikinn í Hvíta-Rússlandi.