fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFH skildi Hauka eftir við botninn

FH skildi Hauka eftir við botninn

FH sigraði Hauka 28-24 í hörku leik

FH-ingar skildu Hauka eftir með sárt ennið við botn úrvalsdeildarinnar eftir leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Auðvitað var þetta hörku leikur og spennandi fram á síðustu mínútur.

Haukar fóru betur af stað og náðu mest 4 marka forystu 6-2 upp úr miðjum fyrri hálfleik. En þá kom undarlegur kafli sem endaði með því að Haukar voru með 2 útileikmenn á móti 6 FH-ingum. Jón Þorbjörn fékk brottvísun fyrir að brjóta á Jóhanni Birgi og á næstu mínútu fær Adam Haukur 2ja mínútna brottvísun. Þjálfarar Haukanna voru mjög ósáttir með þetta og þriðji Haukamaðurinn varð að fara útaf! Og til að kóróna þetta fá Haukar enn eina brottvísun fyrir vitlausa skiptingu og fjórir því útaf á rúmlega mínútu.

FH-ingum tókst ekki að nýta sér yfirburðinn nema til að skora eitt mark. Þeir komust því betur og betur inn í leikinn og eftir að þeir misstu Jóhann Karl Reynisson út af með rautt spjald á 25. mínútu fyrir mjög hart brot á Hákoni Daði Styrmissyni jöfnuðu þeir leikinn 8-8. Hákon Daði fór sárþjáður af velli og síðar var upplýst að farið hefði verið með hann á spítala.

Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir Hauka.

Í seinni hálfleik tóku FH-ingar völdin á vellinum og náðu forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Náði liðið mest 5 marka forystu 20-15 en Haukar börðust áfram og náðu að minnka muninn í 2 mörk áður en FH-ingar kláruðu leikinn með stæl.

28-24 var lokastaða leiksins.

Leikurinn var mjög harður og þrír FH-ingar fengu rauð spjöld. Haukar fengu samtals 18 mínútna brottvísun og FH 12 mínútna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2