Um síðustu helgi fór fram Íslandsmótið í bardaga í Íþróttahúsinu Fagralundi, Kópavogi.
Fimleikafélagið Björk átti 7 keppendur á mótinu sem stóðu sig með prýði og að loknu móti var ljóst að Fimleikafélagið Björk ætti fjóra Íslandsmeistara.
Það eru þau:
- Breki Páll Jónsson
- Marcin Kasztelan
- Jón Þór Sanne Engilsbertsson
- Sunna Sól Pálsdóttir
Þorvaldur Finnbjörnsson fékk silfurverðlaun fyrir sína frammistöðu og Emma Ósk Laufeyjardóttir og Fardin Jamal fengu brons verðlaun.
Fimleikafélagið Björk varð í 3. sæti félaga þrátt fyrir að vera aðeins með sjö keppendur. Ekki amalegt það!