fbpx
Laugardagur, janúar 11, 2025
target="_blank"
HeimFréttirFjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð!

Fjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð!

Íþróttafélagið Fjörður varð um síðustu helgi bikarmeistari í sundi fimmtánda árið í röð.

Er Fjörður eina félagið sem unnið hefur hinn myndarlega bikar sem Bláa Lónið gaf ÍF til keppninnar árið 2013.

Fjörður var með mikla yfirburði, hlaut 550 stig á mótinu og varð bikarmeistari.

Fimm félög tóku þátt í mótinu:

  1. Fjörður: 550 stig
  2. ÍFR: 279 stig
  3. Ösp: 222 stig
  4. Ármann: 54 stig
  5. Óðinn: 48 stig

Á mótinu voru sett tvö Íslandsmet

Sigrún Kjartansdóttir, Firði, setti sitt met í flokki S16 þegar hún synti á 7:14,44 mínútum í 400 m skriðsundi.

Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, setti Íslandsmet í flokki S3 þegar hún synti á 2:26,87 mínútum í 100 m baksundi.

Heimild: hvatisport.is, tímarit ÍF

Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2