Árni Freyr Guðnason, yfirþjálfari yngri flokka í knattspyrnu hjá FH hvetur krakka til að æfa sig heima og kynnir í þessu myndbandi hvernig best er að standa að því.
Hafa ýmsar æfingar verið settar inn á Instagram-síðu yngri flokka FH sem hægt er að nýta.
Gaman væri að heyra af því ef fleiri félög eru að gera álíka til að hvetja til æfinga heima.