Karlalið FH í knattspyrnu mætir á morgun slóvenska liðinu DAC 1904 Dunajska Streda í Kaplakrika á morgun kl. 17.15.
Er leikurinn í undankeppni Evrópukeppni UEFA en ekki eru heimilaðir neinir áhorfendur á leiknum. Því hefur FH brugðið á þá ráð að selja styrktarmiða á leikinni en bannið velur miklu tekjutapi fyrir liðið. Hægt er að kaupa miða á fh.felagar.is
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir FH en það er mikill fjárhagslegur ávinningur af því að komast í næstu umferð keppninnar.
DAC 1904 er í efsta sæti í slóvensku úrvalsdeildinni með fullt hús stiga eftir 4 umferðir og markatöluna 16-2 eftir að hafa unnið tvo leiki 6-0! Er liðið 5 stigum á undan næsta liði. Er liðið nr. 232 á stöðulista UEFA en FH er í 242. sæti á þessum lista, efst íslenskra liða.
Hér má sjá myndband frá slóvenska liðinu á leið til Íslands.