fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFótboltiEyjamenn bikarmeistarar

Eyjamenn bikarmeistarar

FH tókst ekki að vinna bikarinn í ár

FH mætti ÍBV í úrslitaleik í bikarnum nú í dag. Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli.

ÍBV fer með bikarinn til Eyja eftir 1:0 sigur á FH nú í kvöld.

Eyjamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og áttu mun fleiri almennilegar sóknir en FH. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu, fyrrverandi leikmanni FH. FH-ingar komu sterkir inn í seinni hálfleik og sóttu hart að marki Eyjamanna en vörn þeirra hélt vel og lokaði á allt sem FH reyndi. Undir lok leiks fór nánast allt lið FH í sókn í leit að jöfnunarmarki en þeim tókst ekki að skora og Eyjamenn refsuðu vel og komust þeir í nokkrar skyndisóknir sem enduðu flestar fyrir framan mark FH þar sem Gunnar Nielsen varði vel.

FH hafði unnið seinustu tvo leiki

FH hefur nú fjórum sinnum keppt í úrslitaleik í bikarnum á þessari öld. Fyrir fjórtán árum mætti FH ÍA sem ÍA vann 1:0. Tíu ár eru síðan FH mætti Fjölni í framlengdum leik. Þeim leik lauk með 2:1 sigri FH og FH vann bikarinn í fyrsta sinn. Sjö ár eru síðan að FH komst síðast í úrslitin. Það var gegn KR en FH vann leikinn 4:0. FH hefur semsagt unnið bikarinn tvisvar sinnum.

FH og ÍBV hafa mæst einu sinn áður

FH og ÍBV hafa mæst einu sinni áður í úrslitaleik bikarsins. Það var árið 1972. ÍBV hafði betur í þeim leik og vann 2:0. Viðar Halldórsson, formaður FH var fyrirliði FH á þeim tíma.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2