FH og KA mættust í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í dag á Kaplakrika.
Leikurinn fór rólega af stað en strax á 18. mínútu skoraði Árni Aðalsteinsson fyrir KA og KA fékk svo dauðafæri á 38. mínútu sem þeir nýttu sér ekki.
0-1 var staðan í hálfleik en á 70. mínútu missti KA mann út af með rautt spjald og sókn FH styrktist. Strax á 74. mínútu skoraði Oliver Heiðarsson. Ekkert glæsimark og einhvern veginn lak boltinn inn. En hverjum er ekki sama um það? Mark er alltaf mark.
Nokkrum mínútum síðar var dæmd vítaspyrna á KA er brotið var á sóknarmanni FH. Steven Lennon tók vítaspyrnuna en Kristijan Jajalo, markmaður KA, brást vel við og varði örugglega. Svekkjandi fyrir FH margir bjuggust við að leikurinn færi í framlengingu.
Leikurinn var nokkuð fjörugur í lokin en það var ekki fyrr en vel var liðið á langan uppbótatíma að Davíð Snær Jóhannsson átti glæsilegt skot utan vítateigs sem hafnaði efst í markhorninu. Nú kættist stúkan! Taugastrekkjandi mínútur liðu þar til dómarinn flautaði leikinn af og FH mætir Víkingum í úrslitum bikarkeppninnar á sama tíma og liðið er í bullandi fallbaráttu í deildarkeppninni.
Glæsilegur heimasigur frammi fyrir 1167 áhorfendur.