fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH tapaði stórt fyrir Aftureldingu og leikur ekki með þeim bestu

FH tapaði stórt fyrir Aftureldingu og leikur ekki með þeim bestu

Haukar enduðu í 5. sæti og sendu ÍA í 2. deild

Það voru mikil vonbrigði í gær þegar FH tapaði 0-4 gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

FH liðið hefur átt mjög gott tímabil og sat á toppnum undir lok tímabilsins, hafði ekki tapað leik í ellefu umferðum í röð og unnið 5 leiki í röð. Liðið gerði þá jafntefli við Grindavík sem var neðarlega í deildinni og tapaði svo illilega fyrir Víkingi Reykjavík, 2-4 en liðið var þá 11 stigum á eftir FH.

Þetta gerði að FH var komið í mjög erfiða stöðu, komið í þriðja sætið, stigi á eftir Aftureldingu og þremur stigum á eftir KR sem þegar er búið að tryggja sér veru í úrvalsdeildinni.

Spennan var mikil en Afturelding slökkti allar vonir FH-inga sem hafði yfirburði í leiknum og sigruðu með 4 mörkum gegn engu og FH situr eftir í þriðja sæti í 1. deildinni með 36 stig. þar sem liðið mun leika á næsta tímabili. Liðið tapaði aðeins 4 af 18 leikjum í deildinni.

Haukar sendu ÍA í 2. deild

Hitt Hafnarfjarðarliðið, Haukar, enduðu í 5. sæti með 22 stig, sigruðu í 6 leikjum en töpuðu 8. Einn af sigurleikjunum var 2-1 sigur á FH í fyrsta leik en liðin gerðu svo 1-1 jafntefli í þeim síðari. Haukar gerðu 3-3 jafntefli við ÍA í sínum síðasta leik í gær og sendi með því ÍA í 2. deildina en með sigri á Haukum hefði ÍA haldið sér í 1. deild.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2