Lið Hauka í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu vann sér í gær rétt til að leika í 1. deildinni er þeir kepptu við nágranna sína úr ÍH og sigruðu örugglega 6-1 á Ásvöllum.
Halla Þórdís Svansdóttir var markahæst með 3 mörk, Glódís María Gunnarsdóttir skoraði tvö og var jafnframt valin maður leiksins og Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir skoraði eitt mark.
Unnur Thorarensen Skúladóttir skoraði mark ÍH.
Haukar tryggðu sér réttinn til að leika í 1. deild þegar liðið á tvo leiki eftir og er með 47 stig, 5 stigum meira en KR sem á einn leik til góða og 6 stigum meira en Völsungur sem á tvo leiki til góða, gegn Haukum og ÍH.
Hörður Bjarnar Hallmarsson er þjálfari Hauka.