Haukum í 2 fl. knattspyrnu hefur gengið vel á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar og eru taplausir eftir tíu fyrstu umferðirnar í B-deildinni. Var liðið efst eftir þessar 10 umferðir eftir góðan sigur á Víkingi Reykjavík um helgina, 5-1. Stefnir liðið að komast upp í A-deildina að loknu keppnistímabilinu.
Í keppni B-liða eru Haukar efstir í B-riðli eftir tíu umferðir en liðið hefur sigrað í öllum sínum leikjum og búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni KSÍ um Íslandsmeistaratitil B-liða.
Annar flokkur Hauka er mjög fjölmennur, 42 strákar fæddir 1998 – 2000. Þjálfarar
flokksins eru þeir Sali Heimir Porca og Rúnar S. Guðlaugsson.