Leikir í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, hófst í gær og Haukar tóku á móti FH á Ásvöllum.
Formenn, þjálfara og fyrirliða félaganna í deildinni höfðu tekið þátt í könnun um væntanlegt gengi liðanna og er FH spáð sigri í deildinni en Haukum er spáð 4. sæti.
Haukastúlkurnar létu slíkar spár ekki trufla sig og byrjuðu vel á heimavelli og skorðaði Berglind Þrastardóttir strax á 9. mínútu. Hildur Karitas Gunnarsdóttir skoraði svo aftur fyrir Hauka á 28. mínútu og staðan í hálfleik var 2-0, mjög vænleg staða fyrir Hauka.
FH stúlkur komu mjög sterkar til seinni hálfleiks og fór leikurinn nánast fram á vallarhelmingi Hauka. Þrátt fyrir mörg góð færi FH-inga rötuðu skotin annað hvort beint á Emily Joan Armstrong í marki Hauka eða framhjá.
Það var svo á 68. mínútu að FH fékk vítaspyrnu eftir að Hanna Faith Victoriudóttir átti góða sendingu inn í vítateig Hauka. Virtist sem boltinn hafi farið í hönd eins leikmanns Hauka og víti dæmt. Skoraði Rannveig Bjarnadóttir örugglega úr vítinu. Áfram hélt FH áfram að pressa en án árangurs.
Verður spennandi að fylgjast með liðunum í sumar og vonandi leggja fleiri leið sína á völlinn til að hvetja sitt lið.
Hér má sjá hápunkta úr leik liðanna sem birt er með leyfi Haukar TV
Fyrir neðan eru svo fjölmargar ljósmyndir sem ljósmyndari Fjarðarfrétta tók í síðari hálfleik.