ÍH, Íþróttafélag Hafnarfjarðar sigraði Kormák/Hvöt í næst síðasta leik í 4. deildinni í knattspyrnu karla í dag. Fór leikurinn 7-1 fyrir ÍH sem með sigrinum tryggði sæti í 3. deildinni að ári en liðið á úrslitaleik við KFS eftir á laugardag. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á Blönduósi.
Efstu tvö liðin fara upp um deild svo sá leikur skiptir minna máli en sigurvegarinn verður þó deildarmeistari.
Alls léku um 30 lið í 4. deildinni í fjórum riðlum og urðu KFS og ÍH efst í A-riðli og tapaði ÍH aðeins þremur leikjum.