fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFótboltiKarólína Lea skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 9-0 sigri Íslands á Lettum

Karólína Lea skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 9-0 sigri Íslands á Lettum

Hafnfirðingurinn Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í upp­bót­ar­tíma af stuttu færi eft­ir send­ingu frá Hlín Ei­ríks­dótt­ur.

Leikið var á Laugardalsvelli og var staðan 6-0 í hálfleik en Ísland vann fyrri viðureign liðanna með sömu markatölu. En í dag gerði liðið betur og niðurstaðan varð 9-0 og skoraði Karólína Lea síðasta mark leiksins.

Karólína Lea, sem er aðeins 19 ára gömul, lék með FH þar til hún gekk til liðs við Breiðablik 2018. Hún lék sinn fyrsta landsliðsleik á þjóðhátíðardeginum 2019 í leik gegn Finnlandi.

Fótboltagenin eru greinilega í ættinni en landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson er móðurbróðir Karólínu.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2