fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFótboltiSara Björk sæmd silfurstjörnu Hauka

Sara Björk sæmd silfurstjörnu Hauka

Var heiðursgestur á leik Hauka og Þróttar R.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir  var heiðursgestur á leik Hauka og Þróttar R. í 1. deild kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn.

Við það tækifæri var hún sæmd silfurstjörnu Hauka í tilefni af því að hún var valin Íþróttamaður ársins 2018.

Sara Björk ásamt Vagerði Sigurðardóttur, varaformanni Hauka og Eiður Arnar Pálmason formaður knattspyrnudeildar Hauka. – Ljósm.: Haukar/Hulda Margrét.

Sara gaf sér góðan tíma til að spjalla við yngri iðkendur þar sem Kristján Ómar Björnsson, þjálfari meistaraflokks karla, var í hlutverki spyrils. Þar veitti hún mörgum iðkendum góð ráð fyrir framtíðina enda er Sara mikil fyrirmynd, bæði innan vallar sem utan. Þá færði hún félaginu treyju Wolfsburgar sem verður fundinn góður staður á Ásvöllum.

Sara Björk heilsaði upp á leikmenn fyrir leik. Ljósm.: Haukar/Hulda Margrét.

Lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 13 ára

Sara hóf knattspyrnuferil sinn hjá Haukum og var hún einungis 13 ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið okkar.

Hún á að baki 23 leiki fyrir meistaraflokk Hauka og skoraði hún í þeim 18 mörk. Það var öllum ljóst að hún var gríðarlegt efni og hefur hún margsannað sig sem fyrirmyndar íþróttamann bæði innan vallar sem utan.

Hún fór til Breiðabliks á miðju tímabili 2008 og lék með Kópavogsliðinu í tvö og hálft ár. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem Sara lék í fimm og hálft ár með Malmö, sem á miðri dvöl hennar þar skipti um nafn og varð að Rosengård. Þar vann hún sænska meistaratitilinn fjórum sinnum.

Sara gekk til liðs við þýska stórliðið Wolfsburg sumarið 2016 og hefur hún unnið þýska meistaratitiinn og bikarmeistaratitilinn öll tímabilin með félaginu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2