fbpx
Mánudagur, nóvember 4, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFótboltiÞrjú mörk á 6 mínútum í leik FH og Vals

Þrjú mörk á 6 mínútum í leik FH og Vals

FH á enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum

Allt var undir er FH mætti Val í kvöld í úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Strax á 17. mínútu var dæmt víti er leikmaður Vals féll við snertingu frá Gunnari, markmanni FH. Gunnar gerði vel og varði skotið frá Sigurði Agli sem skaut boltanum í neðra hægra hornið. Fyrri hálfleik lauk eftir langt skot frá Robbie Crawford í þverslá.

Seinni hálfleikur byrjaði af krafti og kom mark strax á 52. mínútu er Steven lennon skoraði. Valsmenn voru ekki lengi að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn einungis 2 mínútum seinna þegar Patrick Pedersen skoraði eftir sendingu frá Guðjóni Pétri. Sigurmark leiksins skoraði hann Kristján Flóki Finnbogason er hann skallaði boltanum í netið eftir sendingu frá Steven Lennon úr horni.

Kristján Flóki Finnbogason skorar sigurmark FH

Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum 2:1. FH komst nær toppliði Vals með sigrinum og eru sex stigum á eftir þeim. FH eru í öðru sæti í bili en Stjarnan getur hirt það á morgun er þeir keppa gegn Breiðabliki.

Bergsveinn Ólafsson kom aftur inn í byrjunarlið FH eftir að hafa byrjað á bekknum í seinasta leik gegn KA.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2