FH-ingar urðu í dag bikarmeistarar innanhúss í 18. Bikarkeppni FRÍ sem haldin var í Kaplakrika.
Liðið hlaut 92 stig og sigraði FH bæð í karla- og kvennakeppninni.
Breiðablik var í öðru sæti með 73 stig og ÍR í þriðja sæti með 69 stig.
Karlalið FH fékk 41 stig og kvennalið FH fékk 51 stig.
Þrjú mótsmet voru sett á mótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR, setti mótsmet í kúluvarpi kvenna er hún kastaði kúlunni 16,62 m.
Júlía Kristín Jóhannesdóttir, Breiðablik, setti mótsmet í 60 m grindahlaupi kvenna er hún kom í mark á 8,59 sek. sem er aðeins þremur hundruðustu frá aldursflokkameti hennar í greininni.
Elías Óli Hilmarsson, FH, jafnaði mótsmetið í hástökki karla er hann stökk yfir 2 metra.
Sigrar FH-inga
- Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði í 60 m hlaupi á 7,20 sek
- Nils Fischer sigraði í 1500 m hlaupi á 4,04.17 mín (perónulegt met)
- Sveit FH sigraði í 4x 200 m boðhlaupi karla á 1,32.62 mín
- Elías Óli Hilmarsson sigraði í hástökki, stökk 2 metra (mótsmetsjöfnun)
- Naomi Amanda Sedney sigraði í 60 m hlaupi á 7,56 sek.
- Íris Anna Skúladóttir sigraði í 1500 m hlaupi á 4,43.47 mín
- Sveit FH sigraði í 4x 400 m boðhlaupi kvenna á 1,44.84 mín (besti árangur)
- María Helga Högnadóttir sigraði í stangarstökki kvenna, 3,10 m (persónulegt met)
Öll úrslit mótsins má sjá hér.