Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands og bikarkeppni 15 ára og yngri var haldin í Kaplakrika um helgina.
Sex karla lið og fimm kvenna lið voru skráð til leiks í fullorðins flokki.
Lið FH sigraði árið 2019 en ekki var keppt í fyrra vegna heimsfaraldurs.
FH-ingar voru ekki á þeim buxunum að sleppa titlinum og sigruðu í ár með 74 stig, sjö stigum fleiri en ÍR sem fékk 67 stig. Sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í 3. sæti með 42 stig.
B-lið FH varð í fjórða sæti með 28 stig og UMSS, Ungmennafélag Skagafjarðar varð í fimmta sæti mep 24 stig.
Sigraði bæði í karla- og kvennaflokki
FH sigraði nokkuð örugglega í kvennaflokki, fékk 35 stig en lið ÍR fékk 29 stig í öðru sæti og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í þriðja sæti með 20 stig.
Sigur FH í karlaflokki var ekki eins öruggur eða aðeins 1 stig. Fékk FH 39 stig, ÍR 38 stig í öðru sæti en UMSS varð í þriðja sæti með 24 stig.
ÍR fékk þó flest gullverðlaun, 9 talsins en FH fékk 7. FH fékk hins vegar flest verðlaun í heildina eða 19 á mót 16 verðlaunum ÍR.
37 ára sigurvegari
TIl gamans má geta að hinn 37 ára, Kristinn Torfason lætur ekki deigan síga og stóð uppi sem öruggur sigurvegari, stökk 6,77 m. Kristinn er ekki óvanur því og á best 7,77 m.
FH í öðru sæti í bikarkeppni 15 ára og yngri
Semeiginlegt lið Selfoss og HSK sigraði í bikarkeppni 15 ára og yngir með 74 stig en FH varð í öðru sæti með 60 stig. B-lið Selfoss og HSK varð í þriðja sæti með 50 stig.
FH sigraði í kvennakeppninni með 39 stig, fjórum stigum fleiri en HSK/Selfoss.
Karlalið FH varð hins vegar í þriðja sæti í karlakeppninni með 21 stig, á eftir bæði A- og B-liði HSK/Selfoss sem fengu 39 og 25 stig.
Ísold setti mótsmet
Ísold Sævarsdóttir FH setti mótsmet er hún stökk 5,54 í langstökki en hún er fædd 2007.
Þá setti Hjálmar Vilhelm Rúnarsson aldursflokkamet í spjótkasti 13 ára, er hann kastaði 46,02 m.
Ljósmyndir: FRÍ