fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFrjálsarFH bikarmeistari í frjálsum íþróttum utanhúss

FH bikarmeistari í frjálsum íþróttum utanhúss

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands og bikarkeppni 15 ára og yngri var haldin í Kaplakrika um helgina.

Sex karla lið og fimm kvenna lið voru skráð til leiks í fullorðins flokki.

Lið FH sigraði árið 2019 en ekki var keppt í fyrra vegna heimsfaraldurs.

FH-ingar voru ekki á þeim buxunum að sleppa titlinum og sigruðu í ár með 74 stig, sjö stigum fleiri en ÍR sem fékk 67 stig. Sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í 3. sæti með 42 stig.

B-lið FH varð í fjórða sæti með 28 stig og UMSS, Ungmennafélag Skagafjarðar varð í fimmta sæti mep 24 stig.

Sigraði bæði í karla- og kvennaflokki

Glæsilegur hópur á heimavelli.

FH sigraði nokkuð örugglega í kvennaflokki, fékk 35 stig en lið ÍR fékk 29 stig í öðru sæti og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í þriðja sæti með 20 stig.

Sigur FH í karlaflokki var ekki eins öruggur eða aðeins 1 stig. Fékk FH 39 stig, ÍR 38 stig í öðru sæti en UMSS varð í þriðja sæti með 24 stig.

ÍR fékk þó flest gullverðlaun, 9 talsins en FH fékk 7. FH fékk hins vegar flest verðlaun í heildina eða 19 á mót 16 verðlaunum ÍR.

37 ára sigurvegari

Kristinn Torfason hampaði bikar karlaliðs FH:

TIl gamans má geta að hinn 37 ára, Kristinn Torfason lætur ekki deigan síga og stóð uppi sem öruggur sigurvegari, stökk 6,77 m. Kristinn er ekki óvanur því og á best 7,77 m.

FH í öðru sæti í bikarkeppni 15 ára og yngri

Semeiginlegt lið Selfoss og HSK sigraði í bikarkeppni 15 ára og yngir með 74 stig en FH varð í öðru sæti með 60 stig. B-lið Selfoss og HSK varð í þriðja sæti með 50 stig.

FH sigraði í kvennakeppninni með 39 stig, fjórum stigum fleiri en HSK/Selfoss.

Karlalið FH varð hins vegar í þriðja sæti í karlakeppninni með 21 stig, á eftir bæði A- og B-liði HSK/Selfoss sem fengu 39 og 25 stig.

Ísold setti mótsmet

Ísold Sævarsdóttir FH setti mótsmet er hún stökk 5,54 í langstökki en hún er fædd 2007.

Þá setti Hjálmar Vilhelm Rúnarsson aldursflokkamet í spjótkasti 13 ára, er hann kastaði 46,02 m.

Ljósmyndir: FRÍ

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2