fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarFH-ingar í öðru sæti á Meistaramóti Íslands og María Rún sigursælust

FH-ingar í öðru sæti á Meistaramóti Íslands og María Rún sigursælust

ÍR-ingar hlutu flest stig í heildarstigakeppni félagsliða á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum og hlutu 58 stig. FH-ingar voru í öðru sæti með 48 stig og Blikar í því þriðja með 20 stig.

  • ÍR-ingar hlutu 12 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun
  • FH-ingar hlutu 8 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 10 bronsverðlaun

Mótið var haldið í Laugardalshöll um síðustu helgi og sendu 10 félög keppendur á mótið..

Kolbeinn Höður og Guðbjörg Jóna stigahæst

Það voru spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarson úr FH sem hlutu flest stig samkvæmt stigatöflu Alþóða Frjálsíþróttasambandsins.

Guðbjörg hlaut 1065 stig og Kolbeinn 1049 stig bæði fyrir 200 metra hlaup.

Samtals voru fjögur mótsmet sett og voru tíu afrek sem náðu yfir 1000 stig.

Kolbeinn Höður bætti mótsmetið í 60 m hlaupi á 6,86 sek. eftir að hafa jafnað metið í riðlakeppninni. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH setti mótsmet í 60 m grindarhlaupi er hún náði sínum besta tíma og hljóp á 8,59 sek.

Alls voru FH-ingar að setja sinn besta tíma eða jafna 37 sinnum á mótinu!

María Rún þrefaldur Íslandsmeistari

María Rún Gunnlaugsdóttir FH

María Rún Gunnlaugsdóttir keppti í fjórum greinum, sigraði í þremur þeirra og varð því Íslandsmeistari í 60 m hlaupi, hástökki og kúluvarpi en varð þriðja í langstökki. Bætti hún árangur sinn í þremur greinanna. Þess má geta að oft var mjög stutt á milli greina og þurfti hún stundum að hlaupa á milli þeirra.

Ljósmyndir: FRÍ

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2