Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika um helgina.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar sigraði í stigakeppni félagsliða með 54,5 stig, 9 stigum á undan ÍR. Sigraði FH í kvennakeppninni með 30 stig, 5 stigum á undan ÍR og í karlakeppninni með 24,5 stigum, 4 stigum á undan ÍR. Breiðablik varð í þriðja sæti með 23 stig.


FH fékk 26 verðlaun alls, 11 gull, 6 silfur og 9 brons
ÍR fékk 23 verðlaun alls, 4 gull, 10 silfur og 9 brons
Breiðablik fékk 12 verðlaun alls, 4 gull, 3 silfur og 5 brons.
2,15 m í hástökki

Á mótinu sló Kristján Viggó Sigfinnsson, 16 ára Ármenningur, 23 ára gamalt piltamet í hástökki innanhúss þegar hann stökk 2,15 metra og átti mjög góða tilraun við 2,17 m.
Sló hann met Einars Karls Hjartarsonar, 2,12 m, frá 1997 á Meistaramóti Íslands sem þá var einnig haldið í Hafnarfirði.
Er þetta annar besti árangur Íslendings í hástökki frá upphafi svo framtíðin er björt hjá Kristjáni.

Fleiri fréttir frá mótinu verða birtar í kvöld.