fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFrjálsarFH Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum

FH Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum

Sigraði með yfirburðum

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var um helgina. Félagið sigraði einnig í keppni í karla- og kvennaflokki.

Hlaut FH 69 stig, fengu 12 gull, 11 silfur og 9 brons.

ÍR-ingar urðu í 2. sæti með 37 stig, fengu 8 gull, 4 silfur og 5 brons.

Breiðablik varð svo í því þriðja með 20 stig, 3 gull, 3 silfur og 4 gull.

Gullverðlaunahafar FH

Ísold Sævarsdóttir

Ísold Sævarsdóttir sigraði í 400 m hlaupi og setti aldursflokkamet í 60 m grindahlaupi í flokki 15 ára og yngri er hún hljóp á 9,13 sekúndum.

Aníta Hinriksdóttir

Aníta Hinriksdóttir sigraði í 800 m og 1500 m hlaupi.

Íris Anna Skúladóttir

Íris Anna Skúladóttir sigraði í 3.000 m hlaupi.

Irma Gunnarsdóttir sigraði í kúluvarpi.

María Rán Gunnlaugsdóttir

María Rán Gunnlaugsdóttir sigraði í 60 m grindahlaupi og hástökki.

Svanhvít Ásta Jónsdóttir sigraði í þrístökki.

Daníel Ingi Egilsson

Daníel Ingi Egilsson sigraði í langstökki og þrístökki.

Kolbeinn Höður Gunnarsson

Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði í 60 m og 200 m hlaupi.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Ljósmyndir: FRÍ

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2