Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands var haldin í Laugardalshöll í dag. Fyrirkomulagið er þannig að hvert lið getur haft einn keppenda í hverri grein en bæði FH og ÍR sendu tvö lið til keppni. Auk þeirra sendu Breiðablik, HSK, KFS inn lið auk þess sem Fjölnir og Afturelding sendu inn sameiginlegt lið.
Keppni var hin skemmtilegasta og áhorfendur voru vel með á nótunum og hvöttu keppendur af kappi.
Svo fór að FH sigraði bæði í kvenna- og karlaflokki.
Kvennalið FH fékk 58 stig, 2 stigum meira en ÍR sem varð í öðru sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti með 45 stig og FH-B í fjórða sæti með 29 stig.
Karlaliðið fékk 49 stig, 3 stigum meira en ÍR sem varð í öðru sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti með 34 stig.
36 ára Kristinn Torfason sigraði í þrístökki
Mjög spennandi keppni var í þrístökki karla þar sem hinn 36 ára Kristinn Torfason úr FH og hinn 24 ára Bjarki Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki háðu harða baráttu um sigurinn. Báðir náðu sínu besta stökki í 4. tilraun þar sem Bjarki Rúnar stökk 14,05 m en Kristinn gerði betur og stökk 14,09 m og sigraði.
Öruggur sigur Britnay
Britnay Emilie Folrrianne Cots úr FH náði sínu besta kast á tímabilinu í kúluvarpi og sigraði örugglega með 12,80 m kasti, 152 cm lengra en næsti keppandi.
María Rún Gunnlaugsdóttir FH sigraði í 60 m grindahlaupi á 8,85 sek. Hún varð önnur í langstökki er hún stökk 5,52 m en Birna Kristín Kristjánsdóttir sigraði með 5,71 m stökki. Hrafnhildur Ólafsdóttir FH varð í 4. sæti með 5,05 m stökki.
Kolbeinn Höður Gunnarsson FH sigraði örugglega í 60 m hlaupi á 6,93 sek.
Kormákur Ari Hafliðason FH sigraði örugglega í 400 m hlaupi á 48,69 sek.
Árni Björn Höskuldsson FH sigraði í 60 m grindahlaupi á 8,57 sek. sem er hans besti tími. Hann setti einnig persónulegt met í hástökki er hann stökk 1,88 m og átti mjög góðar tilraunir við 1,93 m.
Þórdís Eva Steinsdóttir sigraði í 400 m hlaupi á 56,49 sek. en hún varð önnur í 60 m hlaupi á 7,96 sek. þar sem Andrea Torfadóttir úr ÍR sigraði á persónulegu meti, 7,65 sek.
Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir FH varð önnur í 1500 m hlaupi á 5,00.47 mín. sem er hennar besti tími. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR kom lang fyrst í mark á 4,48.22 mín.
A-sveit FH sigraði örugglega í 4×200 m boðhlaupi karla á 1,29.22 mínútu en í sveitinni voru þeir Daði Lár Jónsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson.
A-sveit FH varð í öðru sæti í 4×200 m boðhlaupi kvenna á 1,41.64 mín. en svei ÍR sigraði á 1,40.64 mín.
Dagur Traustason FH varð 4. í 1500 m hlaupi á 4,27.80 mín. en Sæmundur Ólafsson ÍR sigraði á 4,11.92 mín.
Ægir Örn Kristjánsson Breiðabliki sigraði í hástökki er hann stökk 1,96 m sem er hans besti tími en Árni Björn Höskuldsson FH varð þriðji með 1,88 m stökk.
Guðni Valur Guðnason úr ÍR sigraði í kúluvarpi með 18,22 m kast en Tómas Gunnar Gunnarsson Smith varð þriðji með 14,11 m kast.
Karen Sif Ársælsdóttir Breiðablik var í banastuði í stangarstökki og sigraði er hún stökk 3,53 m. Bogey Ragnheiður Leósdóttir FH-A varð þriðja með 3,33 m stökk og Thelma Rós Hálfdánardóttir FH-B varð fjórða með 3,13 m stökk.
Öll úrslit má sjá hér.