fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFrjálsarHilmar Örn endaði í 7. sæti

Hilmar Örn endaði í 7. sæti

Góður árangur hjá Hilmari

Hilmar Örn Jónsson úr FH endaði í 7.sæti í sleggjukasti á Evrópumeistaramóti 20-22 sem fer fram í Byd­goszcz í Póllandi.

Hilmar Örn kastaði 69,96 metra sem er 2,42 metrum frá hans besta en samt sem áður frábær árangur. Úrslitin úr sleggjukastinu eru hægt að finna hér.

Í úrslitunum byrja allir með þrjú köst og síðan fá þeir átta efstu þrjú til viðbótar. Hilmar var í sjöunda sæti eftir þrjú köst og tryggði sér þrjú til viðbótar.

Hilmar Örn komst í úrslitin eftir að hafa kastað 68,09 metra en 67,5 metra þurfti til að komast áfram. Hilmar á fjórða besta árangurinn í Evrópu í ár ásamt Bence Páztor frá Ungverjalandi en þeir hafa kastað jafnt langt, 72,38 metra.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni hér.
Upplýsingar um Íslendingana sem keppa er hægt að finna hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2