fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFrjálsarMótsmet féllu á fyrri degi frjálsíþróttamóts 15-22 ára í Kaplakrika

Mótsmet féllu á fyrri degi frjálsíþróttamóts 15-22 ára í Kaplakrika

FH á 32 keppendur á mótinu

Fyrri hluti Meistaramóts Íslands 15-22 ára fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í dag. Átta mótsmet féllu á þessum fyrri degi og voru fjölmargir að bæta sín persónuleg met.

Alls eru keppendur 271 og eru keppnisgreinarnar 107 samtals í hinum ýmsu aldursflokkum. FH er með 32 keppendur á mótinu.

Aðstaða í Kaplakrika er hin glæsilegasta

Heildarstigakeppnina leiðir ÍR með 225,5 stig, Breiðablik í öðru sæti með 157,5 stig og HSK/Selfoss í því þriðja með 140,5 stig. Flestu gullverðlaun hafa farið til ÍR-inga eða þrettán talsins. FH er í fimmta sæti með 93,5 stig.

Keppni var hðrð í mörgum greinum

Átta mótsmet

Óliver Máni Samúelsson, Ármanni, kom fyrstur í mark í 60 m hlaupi á nýju mótsmeti í flokki pilta 18-19 ára. Tími Ólívers í hlaupinu var 7,08 sekúndur.

Birnir Vagn Finnsson, UFA, bætti tíma sinn í 60 metra hlaupi pilta 16-17 ára er hann sigraði á 7,18 sekúndum.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 60 metra hlaupi stúlkna 18-19 ára á 7,50 sekúndum. Íslandsmet Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í greininni er 7,47 sekúndur og Guðbjörg því alveg við sinn besta tíma.

Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, setti mótsmet í hástökki pilta 16-17 ára er hann stökk 2,08 m í hástökki.

Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki setti mótsmet í hástökki stúlkna, 18-19 ára er hún stökk 1,68 m.

Dóra Fríða Orradóttir, ÍR, setti mótsmet í 300 m hlaupi 15 ára stúlkna er hún hljóp á 43,33 sek.

Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfossi, setti mótsmet í hástökki stúlkna 16-17 ára er hún stökk 1,72 m.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, setti mótsmet í 60 m hlaupi stúlkna 18-19 ára er hún hljóp á 7.70 sek. í undanúrslitum og bætti svo metið í 7.50 sek. í úrslitum.

Anna Karen Jónsdóttir, FH,  sigraði í 1500 metra hlaupi stúlkna 20-22 ára á persónulegu meti 4:54,72 mín.

Öll úrslit og lista yfir keppendur má sjá hér.

Keppni hefst á ný kl. 9.30 í fyrramálið og stendur fram yfir kl. 16. Áhorfendur eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2