fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarSleggjukastarinn Hilmar Örn að skrá sig í sögubækurnar

Sleggjukastarinn Hilmar Örn að skrá sig í sögubækurnar

Hilmar Örn Jónssonn varð svæðismeistari í Bandaríkjunum - fjórða árið í röð

Hilmar Örn Jónsson frálsíþróttamaður úr FH og nýbakaður Íslandsmethafi í sleggjukasti, varð í sl. föstudag ACC svæðismeistari í Bandaríkjunum. Hilmar Örn stundar nám og keppir fyrir University of Virginia í Bandaríkjunum. Hann hefur átt þar mjög gott ímabil og í lok apríl bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet sleggjukasti.

Hilmar Örn Jónsson

Hilmar átti flotta kastseríu í fyrradag og átti fjögur köst yfir 72 metra. Það lengsta var 72,84 metrar. Hilmar varð ACC svæðismeistari fjórða árið í röð og varð sá fyrsti í sögu svæðisins til að vera svæðismeistari í sleggjukasti öll fjögur keppnisárin sín. Aðeins einum öðrum hefur tekist það í öðrum greinum.

Íþróttamálum í Bandaríkjunum er þannig háttað að landinu er skipt upp í svæði. Skólinn hans Hilmars er hluti af Atlantic Coast Conference sem samanstendur af 15 sterkum skólum. Með góðum árangri þar komast einstaklingar í fjórðungs-undankeppni þar sem 64 bestu úr hverri grein keppast um að komast í lokameistaramótið. Tólf efstu úr fjórðungs-ndankeppninni komast svo á lokameistaramótið en sigurvegarinn þar verður bandarískur meistari.

Hilmar er því kominn áfram í fjórðungs-undankeppnina. Ef vel tekst til hjá honum þar mun hann keppa á lokameistaramótinu sem fer fram í byrjun júní. Til þess að eiga möguleika á titli á slíku móti þarf heimsklassa árangur. Íslandsmet Hilmars er 75,26 metrar og sem stendur er hann í þrettánda sæti heimslistans árið 2019. Þetta tímabil er besta tímabil Hilmars frá upphafi og því verður spennandi að fylgjast með honum á komandi vikum.

Heimild: fri.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2