fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarVigdís setti Íslandsmet í sleggjukasti

Vigdís setti Íslandsmet í sleggjukasti

Vigdís Jónsdóttir, úr FH, bætti í dag Íslandsmetið í sleggjukasti á vormóti Fjölnis sem fram fór í Kaplakrika í kvöld.

Vigdís kastaði 62,38 metra en fyrra metið var 62,16 metrar sem Elísabet Rut Rúnarsdóttir setti á síðasta ári. Elísabet bætti þá met Vigdísar og því var Vigdís að endurheimta Íslandsmetið.

Þetta er í níunda skiptið sem Vigdís bætir þetta met en hún bætti það í fyrsta skipti árið 2014. Vigdís átti góða kastseríu en fimm af köstum hennar fóru yfir 60 metra og þrjú þeirra yfir hennar gamla persónulega meti.

Vormót Fjölnis var haldin í Kaplakrika þar sem engin viðunandi keppnisaðstaða er nú fyrir hendi í Reykjavík fyrir frjálsíþróttir en hlaupabrautin í Laugardal er mikið skemmd.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2