fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirGabríel Ingi sigraði þrefalt í badminton

Gabríel Ingi sigraði þrefalt í badminton

Góður árangur á Íslandsmóti unglinga í badminton

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í TBR húsinu helgina 14.-16. apríl sl.

Badmintonfélag Hafnarfjarðar, BH, átti 50 keppendur á mótinu. Hafnfirðingarnir stóðu sig vel, komu með sex Íslandsmeistaratitla og 21 silfurverðlaun heim í Strandgötuna.

Gabríel Ingi Helgason náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í U19 flokknum á mótinu sem er mikið afrek. Auk þess að sigra í einliðaleik vann hann tvíliðaleikinn með Kristiani Óskari Sveinbjörnssyni sem einnig er í BH og tvenndarleikinn með Maríu Rún Ellertsdóttur úr ÍA.

Gabríel Ingi Helgason

Katla Sól Arnarsdóttir sigraði tvöfalt í U15 flokknum, í einliðaleik og tvíliðaleik ásamt Emmu Katrínu Helgadóttur úr Tindastól. Hún vann einnig silfurverðlaun í tvenndarleik ásamt Rúnari Gauta Kristjánssyni úr BH.

Katla Sól Arnarsdóttir

Silfurverðlaunahafar BH á mótinu voru auk ofantalinna;

  • Kristín Eldey Steingrímsdóttir, U11,
  • Matthildur Thea Helgadóttir, U13,
  • Laufey Lára Haraldsdóttir, U13,
  • Hákon Kemp, U13,
  • Lúðvík Kemp, U13,
  • Gísli Fannar Dagsson, U15,
  • Björn Ágúst Ólafsson, U15,
  • Snædís Sól Ingimundardóttir, U17, Lena Rut Gígja, U17,
  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, U17,
  • Stefán Logi Friðriksson, U17,
  • Mikael Bjarki Ómarsson, U19,
  • Stefán Steinar Guðlaugsson, U19,
  • Guðmundur Adam Gígja, U19
  • Jón Sverrir Árnason, U19.

Ljósmyndir: BH

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2