fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirGerda er fyrsti Íslandsmeistari BH í einliðaleik

Gerda er fyrsti Íslandsmeistari BH í einliðaleik

Meistaramót Íslands í badminton var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu 26.-29. apríl sl. þar sem keppt var um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkum.

Sögulegur árangur náðist á mótinu en Gerda Voitechovskaja sigraði í einliðaleik kvenna í úrvalsdeild og er þetta í fyrsta sinn sem leikmaður BH sigrar í einliðaleik í efsta flokki.

Gerda Voitechovskaja, Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna í badminton.

BH-ingurinn Erla Björg Hafsteinsdóttir hefur unnið fjóra Íslandsmeistaratitla fyrir félagið, þrjá í tvíliðaleik 2009, 2014 og 2019 og einn í tvenndarleik árið 2018.

Til keppni voru skráðir 132 leikmenn, þar af 41 frá BH. Átta Íslandsmeistaratitlar komu í hlut BH-inga og 12 silfurverðlaun.

Katla Sól Arnarsdóttir náði þeim frábæra árangri að sigra tvöfalt, í 1. deild, bæði í einliða- og tvíliðaleik.

Íslandsmeistarar BH í fullorðinsflokkum

  • Gerda Voitechovskaja, einliðaleikur kvenna í úrvalsdeild
  • Katla Sól Arnarsdóttir, einliða- og tvíliðaleikur kvenna í 1. deild
  • Anna Lilja Sigurðardóttir, tvíliðaleikur kvenna í 1. deild
  • Jón Víðir Heiðarsson, tvíliðaleikur karla í 2. deild
  • Jón Sverrir Árnason, tvíliðaleikur karla í 2. deild
  • Lena Rut Gígja, tvíliðaleikur kvenna í 2. deild
  • Elín Helga Einarsdóttir, tvíliðaleikur kvenna í 2. deild

Silfurverðlaunahafar BH í fullorðinsflokkum

  • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, tvíliðaleikur kvenna í úrvalsdeild
  • Una Hrund Örvar, tvíliðaleikur kvenna í úrvalsdeild
  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, einliðaleikur kvenna í 1. deild
  • Ólafur Örn Guðmundsson, einliðaleikur karla í 1. deild
  • Lena Rut Gígja, einliðaleikur kvenna í 2. deild
  • Elín Ósk Traustadóttir, tvíliðaleikur kvenna í 2. deild
  • Hrafn Örlygsson, einliða- og tvíliðaleikur karla í 2. deild
  • Kári Þórðarson, tvíliðaleikur karla í 2. deild
  • Jón Víðir Heiðarsson, tvenndarleikur í 2. deild
  • Erla Rós Heiðarsdóttir, tvíliða- og tvenndarleikur í 2. deild

Badmintonsamband Íslands hélt mótið í samstarfi við Badmintonfélag Hafnarfjarðar og gekk það mjög vel. Fengu mótshaldarar mikið hrós fyrir glæsilega umgjörð í Strandgötu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2