fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimÍþróttirGlæsilegur árangur Hafnfirðinga á Íslandsmóti unglinga í badminton

Glæsilegur árangur Hafnfirðinga á Íslandsmóti unglinga í badminton

Hrafnhildur og Stefán unnu þrefalt!

Glæsilegt Íslandsmót unglinga var haldið í TBR húsunum helgina 5.-7. apríl.

Iðkendur Badmintonfélags Hafnarfjarðar fjölmenntu en alls sendi félagið 46 keppendur á mótið sem stóðu sig vel að sögn Önnu Lilja hjá BH.

Náðist besti árangur hjá félaginu, 14 Íslandsmeistaratitlar og 11 silfurverðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn og greinilegt að félagið er í mikilli sókn. Þá náðu tveir BH-ingar þeim einstaka árangri að sigra þrefalt í sínum flokkum en það voru þau Stefán Logi Friðriksson og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir.

Íslandsmeistarar úr röðum Badmintonfélags Hafnarfjarðar:

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1. sæti í einliða- og tvíliðaleik í U11
  • Silja Rós Sigurðardóttir, 1. sæti í tvíliðaleik í U11
  • Kári Bjarni Kristjánsson, 1. sæti í tvíliðaleik í U11
  • Erik Valur Kjartansson, 1. sæti í einliðaleik í U13A og tvíliðaleik í U15
  • Aron Snær Kjartansson, 1. sæti í einliðaleik í U13
  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 1. sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í U17
  • Stefán Logi Friðriksson, 1. sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í U17
  • Katla Sól Arnarsdóttir, 1. sæti í tvíliðaleik í U17A
BH-ingar sem fengu silfurverðlaun:

Eftirfarandi BH-ingar unnu silfurverðlaun á mótinu:

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 2. sæti í tvenndarleik í U11A
  • Silja Rós Sigurðardóttir, 2. sæti í einliðaleik í U11
  • Kári Bjarni Kristjánsson, 2. sæti í tvenndarleik í U11
  • Birnir Hólm Bjarnason, 2. sæti í tvíliðaleik í U1
  • Hilmar Karl Kristjánsson, 2. sæti í tvíliðaleik í U1
  • Erik Valur Kjartansson, 2. sæti í tvenndarleik í U1
  • Daniel Schuldeis, 2. sæti í einliðaleik í U13
  • Lena Rut Gígja, 2. sæti í tvíliðaleik í U17 og tvenndarleik í U1
  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2. sæti í tvíliðaleik í U1
  • Jón Víðir Heiðarsson, 2. sæti í tvenndarleik í U19

Í fyrsta sinn var boðið upp á skemmtimót fyrir iðkendur sem spila í U11B flokknum sem heppnaðist mjög vel. Allir þátttakendur spiluðu amk 3 leiki í getuskiptum riðlum bæði í einliða- og tvíliðaleik og fengu verðlaunapening og brúsa í mótslok.

BH snótir sem kepptu í U11B og stóðu sig frábærlega
BH snáðar sem kepptu í U11B og stóðu sig frábærlega

Finna má myndir af BH-ingum á mótinu á Facebooksíðu BH

Öll úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2