fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirGlæstur árangur hjá BH á Íslandsmótunum í badminton

Glæstur árangur hjá BH á Íslandsmótunum í badminton

Ellefu Íslandsmeistaratitlar til Badmintonfélags Hafnarfjarðar

Íslandsmótin í badminton fóru fram í TBR húsunum þetta vorið og sendi Badmintonfélag Hafnarfjarðar fjölmennt lið til keppni bæði á Íslandsmót unglinga og Meistaramót Íslands sem er Íslands­meistaramót í fullorðinsflokkum.

Íslandsmót unglinga

Alls kepptu 46 BH-ingar á Íslandsmóti unglinga og komu heim með 24 verðlaun þar af 9 Íslandsmeistaratitla. Erik Valur Kjartansson náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í U11 flokknum, í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Aðrir Íslands­meistarar voru Lilja Guðrún Kristjáns­dóttir í U11, Laufey Lára Haraldsdóttir í U13, Katla Sól Arnarsdóttir í U15 og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir í U15 og U17.

Meistaramót Íslands

Keppendur BH á Meistaramóti Íslands voru 36. Í fyrsta sinn í sögu félagsins átti BH keppendur í undanúrslitum í öllum þremur deildum mótsins, úrvals, 1. og 2. deild og einnig í öllum fimm greinunum sem keppt er í í hverri deild. Tveir Íslandsmeistaratitlar unnust á mótinu og 11 silfurverðlaun.

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, BH, og Lilja Bu, TBR, Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í 1. deild

Íslandsmeistaratitlarnir unnust í 1. deild en Halla Stella Svein­björnsdóttir sigraði í tvíliðaleik kvenna ásamt meðspilara sínum Lilju Bu úr TBR og Sigurður Eðvarð Ólafsson sigraði í einliðaleik karla.

Sigurður Eðvarð Ólafsson, Íslandsmeistari í einliðaleik karla í 1. deild, og Stefán Steinar Guðlaugsson einnig úr BH í 2. sæti

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2