fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGott gengi frjálsra á 10 ára afmæli frjálsíþróttahallarinnar

Gott gengi frjálsra á 10 ára afmæli frjálsíþróttahallarinnar

FH varð Íslandsmeistari 11-14 ára eftir langa bið og bindur vonir við gott barna- og unglingastarf

Að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar, formanns frjálsíþróttadeildar FH segir í samtali við Fjarðarfréttir mikinn uppgang í frjálsíþróttadeildinni og árangurinn hafi verið glæsilegur undanfarið.

„Við erum búin að vinna bikarkeppnina og við unnum líka Íslandsmótið í liðakeppni og erum strax komin með 6 titla af 12 mögulegum. Svo kemur sumarið með aðra bikarkeppni og Íslandsót utanhúss, þannig að það gengur mjög vel hjá okkur. Þann 18. maí fögnum við því að 10 ár eru síðan Frjálsíþróttahúsið var vígt og þá verðum við með afmælismót. Þetta verður mikið hlaupmót þó á sama tíma verði Norðurlandamótið úti í Malmö þar sem við verðum með nokkra fulltrúa,“ segir Sigurður.

Sigurður Pétur Sigmundsson – Ljósm.: Guðni Gíslason

Svo nefnir hannar að spurning sé hvort Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastari komist á Evrópumeistaramótið og jafnvel Ólympíuleikana, þó kröfurnar séu orðnar mjög strangar.

„En svo þegar við horfum til framtíðar þá tókst okkar það sem okkur hefur ekki tekist í nokkur ár, að verða Íslandsmeistarar félagsliða í meistaramóti 11-14 ára, þar sem Selfyssingar hafa verið mjög sterkir, ÍR-ingar og Breiðablik líka, en þarna tókum við það, svona rétt svo, en segir okkur að barna- og unglingastarfið hjá okkur er í góðu gengi og við höfum lagt mikla áherslu á að hafa góða þjálfara og tekist mjög vel upp við að ráða fólk. Svo eru sumarnámskeiðin að byrja og þar er margt spennandi þar.“

Segir Sigurður að um 200 manns stundi frjálsar íþróttir og þar að auki bætist við fjölmennur Hlaupahópur FH sem tilheyri deildinni.

Hafnarfjarðarmótið og fleiri mót

Sigurður nefnir að framundan er áhugavert Hafnarfjarðarhlaupið sem verður 6. júní en nú verður bæði keppt í 5 og 10 km hlaupum. Svo í lok júlí verður haldið Íslandsmótið í fjölþrautum og Íslandsmót öldunga auk meistaramóti í 10 þúsund metra hlaupi á braut sem síðast var haldið í Kaplakrika árið 2010.

Gott þjálfarateymi og góð aðstaða hefur gert það að afreksfólk hefur komið til liðs við félagið til viðbótar við þá fjölmörgu sem uppaldir eru í félaginu.

Magnús Páll Eyjólfsson. – Ljósm.: Hlín Guðmundsdóttir.

Greinilega er bjart framundan í frjálsum íþróttum í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2