fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirGuðbjörg endur­heimti Íslandsmeistaratitilinn

Guðbjörg endur­heimti Íslandsmeistaratitilinn

Átti lengstu óbrotnu sigurröð Íslandsmeistara

Guðbjörg Reynisdóttir úr Bogfimi­félaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði tók Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna meistaraflokki á Íslands­meistara­mótinu um síðustu helgi.

Guðbjörg á lengstu óbrotnu sigurröð Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki í sögu íþróttarinnar sem rofnaði á Íslandsmeistaramótinu innandyra 2023. Hafði hún unnið Íslandsmeistara­titilinn 11 sinnum í röð! Guðbjörg er því búin að endurheimta titilinn og mögulega að hefja nýja sigurröð.

Guðbjörg keppti á Evrópumeistara­mótinu innandyra í Varazdin Króatíu nýlega þar sem hún endaði í 4. sæti í liðakeppni og 6. sæti í einstaklings­keppni.

Í einstaklingskeppninni í berboga á EM var Guðbjörg slegin út í 8 manna úrslitum í leik gegn Kristina Maria Pruccoli frá San Marínó 7-1.

Guðbjörg var ekki að skjóta illa í 8 manna úrslitunum og munaði litlu í stigum í hverri lotu leiksins. Örvarnar röðuðust bara ekki Guðbjörgu í hag þennan daginn.

Áhugavert er að geta þess að Guðbjörg endaði í 5. sæti á síðasta EM og þar munaði einnig litlu að hún myndi keppa í gull/brons úrslitum mótsins af nákvæmlega sömu ástæðu

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2