Guðbjörg í Hróa Hetti berbogakona BFSÍ 2023

176
Guðbjörg Reynisdóttir, Hróa Hetti

Guðbjörg Reynisdóttir í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði hefur verið valin Berbogakona Bogfimisambands Íslands, BFSÍ, árið 2023.

Bogfimisambandið veitti viðurkenninguna fyrsta árið sem sambandið starfaði og Guðbjörg hefur hreppt titilinn öll árin, 2020, 2021, 2022 og 2023. Valið fór fram með hlutlausum hætti, byggt á útreikningi árangurs keppenda á árinu á innlendum og erlendum mótum.

Það kom líklega fáum á óvart að Guðbjörg yrði fyrir valinu aftur á þessu ári þar sem að hún hefur verið yfirburðakona í sinni keppnisgrein á Íslandi frá árinu 2018.

  • Íslandsmeistari kvenna utandyra 6 ár í röð (frá 2018-2023)
  • Íslandsmeistari kvenna innandyra 5 ár í röð (frá 2018-2022)

En hún náði ekki að verja Íslandsmeistaratitil kvenna í meistaraflokki innandyra á árinu og með því endaði lengsta óbrotna sigurröð Íslandsmeistaratitla í íþróttinni.

Guðbjörg vann einnig fyrsta Íslandsmeistaratitil óháðan kyni í berboga, en formlegum titli í þeirri keppni var bætt við á árinu 2023, meðal annars til þess að koma á móts við kynsegin íþróttfólk og til að búa til vettvang þar sem að konur og karlar geta keppt gegn hvert öðru formlega.

Guðbjörg vann einnig fyrstu formlegu Íslandsbikarmótaröð BFSÍ innandyra, Bikarmót BFSÍ í Íslandsbikarmótaröðinni voru einnig tengd af starfsfólki BFSÍ við opnu heimsmótaröð alþjóðabogfimisambandsins (Indoor World Series Open) og stig úr undankeppni Bikarmótana giltu því til stig á opna heimslistann. Þar endaði Guðbjörg í 2 sæti á World Series heimslista berboga kvenna þegar öllum mótum í heimsmótaröðinni var lokið.

Guðbjörg sló Íslandsmetið í meistaraflokki kvenna innandyra tvisvar á árinu og er fyrsta Íslenska konan til að skora yfir 500 stig í berboga.

Guðbjörg var skráð til keppni á Evrópumeistaramóti innandyra á árinu í Samsun Tyrklandi. Guðbjörg var í 5 sæti á EM 2022 og var því talin líkleg til verðlauna á mótinu. En því miður var EM aflýst þegar þjóðarsorg var lýst yfir í Tyrklandi vegna náttúruhamfara sem gengu yfir landið nokkrum dögum fyrir EM. Jarðskjálftahrina reið yfir landið, þar sem fleiri en 50.000 manns fórust og öllum viðburðum því aflýst í landinu.

Guðbjörg er skráð til keppni á EM innandyra 2024 í Króatíu og verður gaman að sjá hvort að hún endurtekur eða bætir fyrri árangur þar.

Samantekt af helsta árangri Guðbjargar á árinu 2023:

  • Íslandsmeistari innandyra (óháð kyni)
  • Íslandsmeistari kvenna utandyra
  • Íslandsbikarmeistari innandyra (óháð kyni)
  • 2 sæti á World Series Open heimslista berboga kvenna
  • Tvíbætti Íslandsmetið í meistaraflokki berboga kvenna
  • Guðbjörg lauk einnig þjálfarastigi 2 (WACL2)  á vegum alþjóðabogfimisambandsins World
  • Archery á námskeiði sem BFSÍ skipulagði með styrk frá Ólympíusamhjálpinni.

Ummæli

Ummæli