fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
target="_blank"
HeimÍþróttirHafnfirskt blakfélag í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarkeppni

Hafnfirskt blakfélag í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarkeppni

Kvennalið Blakfélags Hafnarfjarðar leikur í kvöld undanúrslitaleik í Kjörísbikarnum.

Í bikarkeppninni spiluðu þær fyrst við Þrótt Reykjavík og unnu 3-0, síðan unnur þær Afturelding Jr. 3-0 og léku svo nýlega við lið Álftaness em leikur í efstu deild en lið Blakfélags Hafnarfjarðar leikur í 1. deildinni og eru efstar þar.

Leikurinn við lið Álftaness var mjög spennandi og hörð barátta hjá báðum liðum enda mikið undir. Blakfélag Hafnarfjarðar vann fyrstu hrinuna 25-21 en lið Álftaness vann næstu tvær hrinur, 25-21 og 25-20. Hafnfirðingarnir unnu svo fjórðu hrinuna 25-14 og leikurinn endaði í oddahrinu sem Blakfélag Hafnarfjarðar van 15-12 og leikinn því 3-2.

Blakfélagið er því komið í fyrsta skipti í sögu félagsins í undanúrslit Kjörísbikarsins.

Þær léku með Blakfélaginu gegn Álftanesi: Anna Birna Þorvarðardóttir, Ásthildur Gunnarsdóttir, Birta Björnsdóttir, Fjóla Rut Svavarsdóttir, Heiðrún Ómarsdóttir, Íris Eva Einarsdóttir, Kolbrún Elma Ágústsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Maria Eugenia Sageras, Michelle Traini, Paulina Siemek, Pálmey Kamilla Pálmadóttir, Sladjana Smiljanic og Þórgunnur Þórðardóttir.

Þjálfari liðsins er Sergej Diatlovic.

Leikur í kvöld

Drógst liðið gegn Aftureldingu sem er í efsta sæti Unbrokendeildarinnar en leikurinn er í Digranesi í kvöld, fimmtudag kl. 19.30 og er áhugafólk um blak hvatt til að mæta og hvetja Hafnfirðingana áfram.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2