Íslandsmót unglinga í batminton var haldið í Mosfellsbæ um helgina. 35 félagar úr Badmintonfélagi Hagfnarfjarðar tóku þátt í mótinu.
Sextán BH-ingar unnu til 26 verðlauna á mótinu, þar af níu Íslandsmeistaratitla. Þær Halla Stella Sveinbjörnsdóttir og Una Hrund Örvar náðu þeim glæsilega árangri að sigra þrefalt í sínum flokkum, Halla í U13 og Una í U19.
Íslandsmeistarar BH
- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, U13 einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur
- Katla Sól Arnarsdóttir, U13 tvíliðaleikur
- Brynjar Gauti Pálsson, U15B einliðaleikur
- Una Hrund Örvar, U19 einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur
- Gabríel Ingi Helgason, U19 tvenndarleikur
Silfurverðlaunahafar BH voru:
- Erik Valur Kjartansson, U11 tvíliðaleikur
- Ásta Dísa Hlynsdóttir, U11 tvíliðaleikur
- Emilía Ísis Nökkvadóttir, U11 tvíliðaleikur
- Björn Ágúst Ólafsson, U13B einliðaleikur
- Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, U15 einliða- og tvenndarleikur
- Jón Víðir Heiðarsson, U15 tvenndarleikur
- Rakel Rut Kristjánsdóttir, U17 einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur
- Kristian Óskar Sveinbjörnsson, U17 tvíliða- og tvenndarleikur
- Lilja Berglind Harðardóttir, U17 tvíliðaleikur
- Gabríel Ingi Helgason, U17 einliða- og tvíliðaleikur
- Orri Einarsson, U17-U19B einliðaleikur
- Steinþór Emil Svavarsson, U19 tvíliðaleikur
Mótið átti fyrst að vera í mars.
Íslandsmót unglinga 2020 átti fyrst að fara fram í mars en var frestað fram á haust vegna samkomubanns. Mjög strangar sóttvarnarreglur giltu á mótinu sem var spilað án áhorfenda. Allir fæddir 2004 og eldri þurftu að vera með grímum og takmarkaður fjöldi þjálfara mátti fylgjast með en ekki fara inná vellina og veita ráðleggingar í hléum eins og venjulega. Þá voru afmörkuð svæði fyrir hvert félag og góður aðgangur að sprittbrúsum. Þrátt fyrir þessar skrýtnu aðstæður skemmtu krakkarnir sér vel og voru ánægð með að fá að keppa.
Ljósmyndir: Þórhalldu Einarsson og BH