fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirHandboltiAron Pálmarsson valinn maður leiksins í glæsilegum sigri gegn Dönum

Aron Pálmarsson valinn maður leiksins í glæsilegum sigri gegn Dönum

Ísland sigrði heims- og Ólympíumeistarana 31-30

Hafnfirðingurinn og FH-ingurinn Aron Pálmarsson var í lykilhlutverki í leik Íslands gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana á Evrópumótinu í handbolta í dag. Hann skoraði 10 glæsileg mörk og þar af 7 í fyrri hálfleik auk þess að gefa 9 stoðsendingar, hverja aðra glæsilegri.

Leikurinn var gríðarlega spennandi allan tímann og skiptust liðin á að vera í forystu. Ísland náði mest 3ja marka forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir en á síðustu mínútu áttu Danir möguleika á að jafna en náðu ekki að skjóta en fengu aukakast. Besti maður Dana, Mikkel Hansen skaut yfir varnarvegg Íslendinga en Björgvin Páll Gústafsson varði og Ísland sigraði 31-30 en jafnt var í hálfleik 15-15.

Danskir miðlar eru miður sín yfir tapinu en skrifa vel um leik íslenska liðsins og ekki síst leik Arons Pálmasonar

Skjáskot úr útsendingu RÚV þegar Aron var heiðraður

Í leikslok var Aron valinn maður leiksins og kom valið á honum líklega fæstum á óvart.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2