fbpx
Miðvikudagur, ágúst 14, 2024
HeimÍþróttirHandboltiÁttatíu og tvö fóru á Partille Cup

Áttatíu og tvö fóru á Partille Cup

38 þjóðir keppa á mótinu og FH sendir 9 lið til keppni

Eldsnemma sl. sunnudagsmorgunn voru 82 spenntir krakkar úr FH mættir á bílastæðið í Kaplakrika.

Þetta voru krakkar úr handknatt­leiksdeild félagsins sem voru að fara til keppni á alþjóða handboltamótinu Partille Cup í Gautaborg.

Voru þau í 4. og 5. flokki félagsins, bæði drengir og stúlkur en alls sendir FH níu lið til keppni. Alls taka 43 íslensk lið þátt í keppninni. Meðal þeirra eru tvö lið stúlkna úr Haukum.

U-16 landslið kvenna keppir fyrir hönd Íslands í sérstökum landsliðsriðli og þar á FH einn fulltrúa, Dagnýju Þorgilsdóttur og Haukar þrjá, þær Ebbu Gurrý Ægisdóttur, Hafdísi Helgu Pétursdóttur og Roksana Jaros.

Aðeins Svíþjóð, Danmörk og Noregur senda fleiri lið til keppni, 600 sænsk lið keppa, 184 norsk og 190 dönsk en alls senda 38 lönd lið til keppni og eru keppendur alls 1.306 talsins og leika 4.492 leiki.

Að sögn fulltrúa FH verður að teljast að strákarnir í 5. flokki séu líklegir til afreka enda unnu þeir Norden Cup í vetur með glæsibrag ásamt því að vera Íslandsmeistarar í sínum flokki.

En markmið flestra er þó að hafa gaman að og njóta.

Hægt er að fylgjast með mótinu hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2