fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH bikarmeistari í handbolta karla eftir góðan sigur á Val

FH bikarmeistari í handbolta karla eftir góðan sigur á Val

Fyrsti bikarmeistaratitill í meistaraflokki í aldarfjórðung

Gleðin var mikil í herbúðum karlaliðs FH í handbolta á laugardaginn er liðið hampaði bikarmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í aldarfjórðung.

FH- liðið sem ekki var búist við svo miklu af í upphafi leiktíðar hefur heldur betur sýnt að það kemur maður í manns stað. Liðið missti marga lykilleikmenn sem héldu til útlanda að leika í atvinnu­mennsku en liðið hefur staðið sig vel í úrvalsdeildinni og eru þar í toppbaráttunni ásamt Hauk­um, Val og Selfossi.

FH sló Víking út með 9 marka sigri í 16 liða úrslitum, sigraði Aftureldingu með 3ja marka mun, en Afturelding hafði slegið Hauka út og FH sigraði svo ÍR í undanúrslitum á föstudaginn 25-24 en sigur FH var þó öruggari en tölurnar sýndu.

Valur sem hafði slegið 1. deildar lið Fjölnis út í fram­lengdum leik eftir umdeilt vítakast á lokasekúndunni var svo mótherji FH-inga í úrslit­um á laugardag í Laugar­dals­höllinni. FH skoraði fyrsta markið og lét forystuna aldrei af hendi og sigraði örugglega 27-24. Gleðin var ósvikin enda hafði enginn leikmanna liðsins hampað bikarnum fyrr og bikarinn var svo fluttur í Fjörð­inn og var fagnað vel og lengi í Kaplakrika.

Ásbjörn Friðriksson, fyrir­liði, stjórnaði liði sínum af miklu öryggi og var jafnframt markahæstur með 7 mörk, Arnar Freyr Ársælsson skoraði 6 mörk og varnarjaxlinn og línumaðurinn Ágúst Birgisson skoraði 5 mörk. Birgir Fannar Bragason stóð sig mjög vel í marki FH og varði 15 skot.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2